Bara eitt orð, tvö og nokkrar línur
og komnar eru fjandi góðar rímur
en það geta allir drullað saman einhverju svona
eins og vefinn sem neyð nakin spinnur kona
þannig að þú þarf að segja eitthvað af viti
svo ríman þín verði gómsæt eins og feitur biti
af djúsi attitjúti, tilfinningum og gáfum
ekkert mcdonalds fjöldaframleitt kjaftæði
heldur eitthvað sem þú myndir semja í bræði
gýst eins og sprengigos í krakatá
talar um allt það ljóta sem enginn má
vita,
án þess að roðna frá hárendum til helvítis og til baka
færð fólk til að hlæja, gráta og reiðast án þess að afsaka
þig,
eða…
þú gætir copy/peistað næstu flötu diet coke rímu
drullað geli í hárið og sett á þig selfosshnakkagrímu
sagst fíla hana því hún sé svo sæt
voða sætt nammi og næstum því æt
ó ó ó þú bara verðir að fara uppá hana
fá það fimm sinnum og kannski barn'ana
eignast fjóra aflitaða sólbrennda krakka
og búa til þinn eigin ofursæta boyband pakka.
þannig,
að þú gætir samið eitthvað sem lifir í hugum sumra að eilífu
eða skitið út úr þér skammlífri og litlausri dægurflugu
sagt það sem þú sjálfur meinar
eða það sem einhver annar
veit,
að selur feitt og færir þér næstu Effem verðlaun
en hverfur eins og skot og verður sorgleg tilraun
til að meika það í heimi hálfvitanna
ráfar um á meðal blindu mýsnanna
sjálfur staurblindur á báðum
og haltrar um
eins og hauslaus
heimsk hæna.
—–