Við hengdum hann forðum
og hengjum víst daglega enn.
Á krossinn við kíktum við horfðum
og kaldur hann horfði á menn.
Við héldum við hefðum af syndinni lært
hörfðum við lutum í skömm,
á holdið við horfðum ískalt og sært
hans taug til mann var enn svo römm.
Í dag er vor henging á allt annan hátt
heimurinn hengir ei Krist.
Við látum oss nægja vorn ljómandi mátt
í veröld sem þó er svo trist.
Þeir stóru á smáum lumbra og lemja
kaldlyndir reyna þeir síðan að semja
og sverja upp á fingurna fimm.
En hvers virði er eiðurinn svarni
ef svikinn han er undir eins?
Ef sannleikur sefur und hjarni
sýnist traustið ei vera til neins.
Og grýtt er vor leið fram á veginn
vonirnar smáar í raun.
Við trúum á mátt vorn og megin
þó mikil og sár verði kaun.