(erindi úr lagi sem ég gerði)

ég lærði að treysta engum af þínu kyni
eignast ekki fleiri slíka vini - nema þær vilji eignast með mér syni
ég vissi að þetta væri að skella á, þú stóðst aldrei með mér
ég hélt að þú værir lífið og að lífið endaði með þér
en ég fann sannleikann, ljósið skein bjart
það skein inn til mín, en áður var allt svart
núna skil hverslags fífl ég hef verið áður
reyna að breyta mér, reyna ekki að vera bráður
en svona er ég, taktu mig eða slepptu því, ekkert annað
þú taldir mig alltaf sekan, þrátt fyrir að annað var sannað
ég er að læra að lifa án þín, er það menntun
því hingað til hefur líf án þín verið hrein skemmtun
ég vill ekki vera að dissa þig, en ég verð að segja satt
ég var sár útaf því að þú endaðir þetta allt of hratt
en núna kem ég sterkur tilbaka, þú reynir að vera eitthvað svaka
ekki sú sem þú ert, þykist vera svöl, ferð að minna á klaka
gerðu það, ekki fara að breyta þér, vertu þú sjálf
Ef að þú reynir að breyta þér verðuru ekki einu sinni þú hálf
vinir mínir sögðu mér að sleppa þér, ég stóð á þinni hlið
í gegnum rigningardagana - ég vildi alltaf bara frið
en þú vildir stríð, skrýtið samband, en svona var það
ég elskaði þig á tímapunkti, en svo hvarf það
í svarthol eða hyldýpi, það kemur eigi aftur
því þetta á milli okkar var löngu búið, enginn kraftur
allt sem við áttum, var nú kastað á glæ allt í einu
þú vildir hætta, ég sagði þó; æi..reynum
því ég lærði að lifa með þér, en samt vildi ég þetta ekki
eins og ég sé frelsaður,líður mér eins og ég hafi brotið alla hlekki

-kamalflos