Boxið lág þarna fagurt og frítt,
glansandi lokið alveg nýtt.
“Það er hættulegt,” sagði hann,
en Pandóra til mikillar forvitni fann.

Henni langaði að opna,
þó ekki nema smá
Innsýn í boxið,
hún varð að fá.

Fingurnir kröfsuðu
lokið af,
og flóði þar upp
hörmungar haf.

En þá kom það,
skært og ekkert
líkt hún hafði ´
áður séð.

Jafnvel þó ei viti,
dýr eða menn,
þá lifir vonin enn.

Vonin er eins og fiðrildi,
er myrkrið heftir,
flýgur burt,
áður en þið takið eftir.

Að lokum
það upp til himsins fer.
En þá verður það
skærasta stjarnan á himni hér.