Sunnudagsmorgunn
Í morgunn ég vaknaði sár og kvalin,
með hausverk og dúndrandi mígreniskast.
Mér fannst sem lífið gæti ei versnað,
Allt var svo ljótt og ömurlegt.
Verkurinn varð meiri og meiri
og mér fannst sem hausinn á mér væri'að springa.
Þá sný ég mér við og sé þetta flikki.
Ljótustu veru á jarðríki hér.
Veru sem virtist á stærð við fíl,
Er ég leit svo nær sá ég þessar hörmungar tennur,
sem voru jafnvel skakkari en sjálfur skakkiturninn í písa.
þær voru gulari en hland,
og með holur einsog götur Kópavogs.
En tennurnar voru því miður eigi það versta,
því andfýlan var líkt og lyktini af blandi af saur og ælu.
Og í hvert skipti sem þessi vera andaði frá sér,
þá fylltist herbergið mitt af grænum reyk.
ég flúði því út, forðaði mér.
og hljóp og hljóp líkt og fætur leyfðu,
klukkustundum saman ég gerði ei meir.
hljóp bara meira og meira,
í þeirri von að hún næði mér eigi.
Kom svo heim rúmum sólahring seinna
í þeirri von að skrímslið væri nú loksins farið
en uppgvöta þá mér til mikillar mæðu
að ég hafði sofnað spegilinn við.