Sjáðu….þennann mann horfa niður/
Marinn, þreyttur, með bogna fingur/
Grætur með, lífsins tættum her/
Hræddur við að vakna eftir langann nætursvefn/
Sigg eru hörð, verkur í bakinu/
Sáði frá byrjun en uppskar ekkert á akrinum/
Laggði sitt á mörkum fyrir þetta samfélag/
En enginn sá hann, enn ein manneskjan/

Sjáðu…hvernig hann gengur um borgina/
Draugur, sem engin sér en fólkið horfir samt /
Mannneskjur hunsa, grár er hans vegur/
Troðinn undir í hverju skrefi sem hann tekur/
vil ekki vakna, en vaknar kveljandi/
Því hann er peð í tafli sem aðrir tefla með/
Daufari verður andlitið, vil aðeins sanngirni/
En engin sér ávöxtin sem hann sáði og vann fyrir/

Sjáðu, þegar hann hann kippir sér saman/
Vitandi það að hann er enn eitt sandkornið í kassan/
Lýtur á blómlegt beð, falleg en vanmetin/
En eitt sker sig úr sígandi fölnandi í jarðvegin/

Svo hann öskrar yfir hópinn, öskrandi yfir/
En enginn sér né heyrir, enginn kippist/
Fylgstu með