sólsetrið breiðir fram
rauða dregilinn
teppið mitt
teppið mitt
er appelsínugult útí rautt
-ljótt teppi
hér er ildulykt dauðalykt nálykt
veggir loft og andrúmsloft
úr hlaupi
þúsund nútona gagnkraftar
fella saman sitthvort lungað
út
fássérfestloft
sykurtré spretta fyrir framan mig
sykurtré sykurtré
ég vil sleikja laufin þín
þó að kilómetrarnir
vefji sig um augun í þér
laufaspaði
laufatígull
laufahjarta
ég - þútré
klukkan mín stöðvar heiminn með valdi
ég - með munninn fullan af laufum
sólin er loksins sest
á morgun verður þér plantað annarsstaða