andlit þitt kastast
tilogfrá
með öldunni

á meðan augu þín
skjóta GAMMAgeislum
inní heilann á mér
– þeir slíta í sundur hræin

varir þínar á bak við plast
kyssa yfirborðið

ég væri til í að djoína þér
en þú andar með tálknum
og kafarabúningar eru
dýrir og takmarkaðir

en ef ég fengi ugga
– sporð
—— og tálkn
þá myndi ég nartíðig