fyrir hvert blóm sem visnar
fyrir hvert blóm sem deyr
—hefur hún visnað
—hefur hún dáið

fyrir hvert blóm sem springur út
fyrir hvert blóm sem lifir
—hefur hún sprungið út
—hefur hún lifað

og fyrir hvert fræ sem hún sáir
sáir hún hluta af sér

og fyrir hvert blóm sem hún slítur upp
sker hún burt hluta af sér

því einu sinni var henni sáð
og einu sinni var traðkað á henni
—Æ-Æ!