Ég byrja á að segja, gott ljóð.
En stafsetningin fór rosalega í taugarnar á mér.
Það er ekkert sem drepur niður góð ljóð jafn mikið og léleg stafsetning.
Svona ætti ljóðið að vera;
Lífið kviknar á leynistað,
lóan við hreiðrið sitt bíður.
Í hreiðrinu hafa greinar og tað
hugsað um ungann sem skríður
Sumar með blíðlegum söng
líkt og hann komi að ofan.
Hlusta á hann dægrin löng,
glæst er nú sumarkoman.
Strax orðið miklu betra.
Vona að ég hafi ekki móðgað þig