Mannlaus
gal opið pláss
milli mín og allra
tómleikinn og ég
óreiði og ákvarðanir
erfitt að takmarka tilfinningar
Og ég segi við mig sjálfa
aðeins lengra

Allt verður kalt
þetta er leiðin inn
ég fell enn lengra
inn í það sem ég hræðist mest
þegar ég leita út er ekkert þar
áður var hugsanlega eitthvað
allt horfið
Og ég segi við mig sjálfa
aðeins lengra

Sólin fellur
ljósið fer nú að fara
allir halda í eitthvað
en ekki ég
ég næ aldrei að halda í neitt
Og ég segi við mig sjálfa
aðeins lengra

Sólin er farin
myrkrið breiðir örmum sínum yfir mig
sé ei og enginn sér mig
finn aðeins sársauka sé bara svart
Aðeins lengra segi ég
en aðeins lengra ég ei kemst……..