Ég sit hér,
á himninum er sólin að setjast,
fuglarnir eru að syngja sína síðustu söngva fyrir nóttina
Í næsta herbergi við mig eru hlæjandi börn að leik
Útundan mér heyri ég fréttir af stríði út í heimi
Börn verða munaðarlaus
Börn deyja saklaus
Ég finn tárin kítla kinnar mínar,
hugur minn fer í ferðalag
Þegar ég sný aftur er sólin sest
Fuglarnir eru þagnaðir
Börnin eru sofnuð