Hæ hæ mig langar að leyfa ykkur að lesa ljóð sem ég samdi þegar ég var ein heima í fyrra. Auðvitað er ljóðið ekki satt ;)
Ég ligg undir sængini,
og hlusta á veðrið,
vindurinn hvín.
ég heyri hljóð úr fjaska,
eins og hróp,
Ég er hrædd.
hrollurinn hríslast um mig,
Það hvessir,
glugginn hefur skellst upp,
ég fer framúr og loka glugganum,
hljóðið minkar,
en ekki mikið,
nú heyri ég hrópið aftur,
ég verð hrædd,
ég velti mér á hina hliðina,
og reyni að sofna,
en nú heyri ég hrópið aftur,
eins og maður sé að hrópa,
Ég verð forvitinn .
Ég vil vita hvaðan hrópið kemur.
ég fer því framúr.
klæði mig í skó og úlpu,
Útidyrnar skellast upp þegar ég opna þær.
Það er varla hægt að ganga,
sandfokið er svo mikið
og það hvasst,
Ég geng nokkun spöl,
Þá heyri ég hrópið aftur.
Mér heyrist það vera nálægt sjónum.
Ég tel í mig kjark,
til að ganga lengra,
þá heyri ég hrópið aftur
mér heyrist það vera nær mér en áður.
Ég geng lengra,
og nem ekki staðar,
fyrr en ég er komin út í fjöru,
Þá heyri ég hrópið aftur,
og núna heyrist mér það vera alveg við hliðina á mér.
Ég litast um,
en sé ekkert……..
Þetta er nú bara smá bullu-ljóð, ekkert rímað og ekkert flott. Endilega segjið mér álit ykkar á því.
Kveðja
gkh666