Tunglið sortnar á meðan þú lítur til mín
Ég sendi fyrra ljóðið inn um daginn, endirinn er æði, eitthvað sem ég held að margir kannist við.
Ósk, eða eitthvað slíkt:
Ég er falinn bak við skuggana
sem fylgja skrefum mínum sem og
skrefum þínum.
Í ljósaskiptunum birtast andlit okkar
-hægt og hægt-
þegar áhyggjufullt brosið þitt
byrjar að bræða burt þykka skelina
sem umlykur þig.
Ég skal geyma tárin þín á vanga mínum.
Helvítis Tussa´ðín:
Ég stend á öndinni
þar til hún deyr
hunangið vætlar úr munnvikunum
- hver einasti dropi -
Sigri hrósandi,
brosandi,
glottirðu,
og sleikir í burtu sætuna
þú þurrkar burtu vængina
sem voru teiknaðir á bakið á mér,
í staðinn seturðu blað
á bringu mína
og hvítan blýjant mér í hönd,
glottir eitt augnablik
og grýtir alla
með svörtum öskrandi tússpennum
Helvítis Tussa´ðín