Fínn absúrdismi :)
Mér finnst ekki gaman ef einhver fiktar í ljóðum mínum, en ef ég má, má ég koma með ööörlitla skoðun.
Lína 5: Að lifa dag er allt annað en að muna hann, “á morgun”.
Með því myndir þú fullkomna endurtekninguna sem myndi jafnvel haldast með svipuðu millibili.
En ljóðið meikar fullkomlega sens fyrir mér… ég er nokkuð absúrd sjálfur. Dæmi um ljóð sem brýtur af sér fangelsið og flýgur frjálst milli manna.
Það er einnig gaman með þessi ljóð, að menn skilja þau mismunandi… þannig verður ljóðið í raun ekki bara orð á pappír eða orð á tölvuskjá, heldur lífsreynsla og pæling, út af fyrir sig.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.