Gangandi um sléttur hugans, þær sléttur sem enn eru ókannaðar
hugsandi þær hugsanir sem liggja eftir, ókláraðar, ósannaðar
hittir maður djöfla heilans, þá er ráðast til atlögu, fyrirvaralaust
þeir niðurlægja þig og segja þeir ljóta hluti, þeir brýna sína raust
þú gengur fram á dauðan mann sem glatað hefur sál sinni
og hann segir þér hversu illa þér tekist hefur að eyða ævi þinni.
Sléttur hugans eru með þúfur á stærð við hús og hallir
og það skiptir öllu máli, hvort þú standir, eða fallir
því fall leiðir til geðveiki og stöðugleiki til góðs lifnaðar
og þess vegna skaltu henda öllum gömlum syndum, gæta þrifnaðar
því hvers vegna að muna eftir fortíðinni og gleyma sér í ógleði
sem aðeins vinnur mein á þínu eigin geði.
Vertu hamingjusamur, því við enda sléttunnar er hús með kerti í glugga
þú nærð hamingju, ef þú nærð að stíga út úr þínum eigin hugarskugga
haltu því áfram, gang þú lengra, því til mikils er að vinna
ekki falla, ekki hrasa þó aðrir nái að detta, þú verður að komast til hinna
ljós í glugga, enginn matur eða vín sem bíður, aðeins hrein sæla
komdu hingað, því hér heyrir þú enga djöfla, enga menn, orð af munnum mæla.
Gangtu aðeins lengra…
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.