Nú dögun er horfin að nýju á braut
niðdimmt myrkrið hylur mína sál
lífið aldrei hefst, horfið í aldanna skaut
hef ég engan neista, til að tendra mitt bál.
Eldurinn kulnar og krafturinn dvín
kalt er mitt hjarta og dáið nú
horfandi aftur, ávalt til þín
og hryggur ég brenni, enn eina brú.
Vinir í vanda, eru ei mínir
vilja þeir aldrei, heyra mín mál
aleinn ég stari, á mínar hryggu sýnir
alla gleði vantar, í mína aumu sál.
Vængbrotinn ég skríð í skugga
skotið hjartað blæðir blóði
enginn hérna, mig til að hugga
heyrðu minn grát, í þessu ljóði.
Nú tek ég stökkið og niður ég fell
niðdimmur veturinn er kaldur ei meir
enga sorg ég skynja, í grjótið ég skell
syngjandi fuglinn missir flugið og deyr.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.