Ertu fiskur eða fáni
Flaksandi í vindinum?
Brosand´eins og bjáni
Með B.A gráðu í syndunum?

Kvótinn, bjórinn, búinn,
En þú kannt bar´ekki´að hætta.
Farin löngu frúin,
Fráleitt leitar sætta.

Þú blaðrar bar´og blaðrar
Uns berðu þar úr býtum
bikar blautan. Daðrar
Betur öðrum lítum.
%MYND coollogo_com.26794102.gif%