Eitt sinn ég ungan mann mjög svo girntist
ég elskaði hann meira en mitt eigið líf
En hann kom alltaf heim með vín og víf
á endanum ást mín til hans fyrntist
Fyrst mér yndislegur hann virtist,
seinna ég þeirri trú firrtist
Er ég kom að honum með annari mig dreymdi að hann kyrktist
Ég í ákvörðun þeirri styrktist og styrktist.
Ég að þessarri áætlun vann
Kom meira að segja fyrir snöru út í fjósi
ætlaðist til að þar hengdist hann
En er hann kom ekki sá ég hann í allt öðru ljósi.
ég hélt að hann væri enn duglegur með sanni
og mokaði á laugardögum burtu allan flór
en hann hafði mútað vinnumanni
til að hann gæti haldið áfram við sitt hór.
Þá fór ég út í byssustúss
og ætlaði að skóta hann með köldu blóði
Hann var úti að vinna (fá sér einn sjúss)
í augum mínum hefndarglampi glóði
Er ég beið við dyrnar, í algjörum hefndarhug,
ég minntist okkar fyrsta fundar.
Og er ég við altarið beið þeirrar stundar
að giftast honum, ég fór á flug.
En tár úr auga mínu lak,
og ég hætti við allar byssur og blóð
og er byrjað var heljar táraflóð
heyrðist í hurðinni ískur og brak.
ég alltaf var mjög eldheit stúlka.
og það var mikið mál með það
er ég reiðust var ég bað
minn eldri bróður að túlka.
En núna var ég orðin kona
og reyndar meira, það er svona
og eldmóður minn er farinn ,hvert
ég veit ei en það er vitneskjunnar vert.
En hann Hallur var alltaf mjög klár.
Reyndar það sem heillaði mest
Hann er lögfræðingur frá hæl uppá hár
og hóf nú það sem hann kunni best.
Hann kallaði á lögregluþjóna tvo
en ég var bara ég og vissi ekki baun
og er hann lögsótti mig fyrir morðtilraun
háls minn varð eins og fullur af gömlu skro.
Og hann fékk vilja sínum framgengt
og ég fékk þungan dóm það er víst
og gat ekki vitnisburð hans rengt
svo ég fór inn og get því ekki lýst.
En nú sit ég inni í köldu fangelsi,
og get ekki lýst mínu ergelsi
er ég mátti ekki fá bakkelsi
sem var of gott fyrir fólk með ekkert frelsi.
En er ég fer undir sængina á kvöldin
ég hugsa : Hvar er Hallur nú?
ef ástin hefði ekki tekið yfir mér völdin
þá vissi ég það upp á æru og trú.