á vorin
spretta grösin
og eitt lítið blóm
heilsar eins og óvæntur gestur
garði einverunnar
og fyllir hann framandi ilmi
sem finnst hvergi annars staðar

sumargestur
sem fer að hausti
án þess að kveðja
og skilur eftir sig ilm
sem dofnar…
en aldrei í minningunni

í garði einverunnar
hvíslar ísköld þögnin:
kannski blómið hafi slitnað upp með rótum?
en kalin vonin
reikar um máttfarin
og bíður vorsins

á vorin
spretta grösin
og kannski eilítið blóm