Ég ligg upp í rúminu, engin hjá mér
Hurðin á móti er læst, hann er að nauðga þér.
Ég get ekki gert neitt, því hurðin hún er læst
Ég er svo hrædd, því ég held að ég verð næst.


Ég get ekkert gert, skömmin er svo mikil
Hvað gerir hann við mig, ef ég fyndi rétta lykil.
Opnað hurðina, og reynt að stinga hann til bana
En þetta hefur gerst svo oft, byrjað að leggjast í vana.


Og nú er ég orðin stór, það seigir mamma
En svo byrjar hún mig aftur að skamma.
Seigir af hverju er þetta svona
Ég ætla að fara frá ykkur og aldrei aftur koma.


Nú sit ég ein, blá og marinn
Pabbi bara eftir, mamma er farinn
Svo hann leikur sér að okkur báðum
Aldrei á ég eftir að græða öllum þessum sárum.


Ég er 13 ára er ég orðin kona?
Vildi að fjölskyldan mín væri ekki svona.
Mamma er blind, sér ekki hvað er í gangi
Ég er frjáls, en mér finnst ég vera fangi.