ég fel þessa einu sígarettu undir útbíuðum pappírnum
undir hlöðum af lygum og játningum
leggst einsog prinsessan á bauninni á heftin mín
troðfullum af angist og svima ennisins
ég endurspegla tímann reglulega, dreg línurit úr bælinu
deili eftirvæntingu með þjáningu
dagsljósið virðist mikilvægt og aðkallandi
en ég hætti mér ekki út
ég hætti ekki neinu
mýflugur vökunnar skjótast í sjónlínum
meðan veröld eftir veröld skapast
og hvert augnablik á hnífsegginni er bærilegra
en þessi frávita leit að punch line-i
sem á að standa meðan krakkarnir í kirkjugarðinum lifa



[þetta kom í morgun yfir ólympíuleika útsendingunni, mér finnst fínt að láta það mala meðan ég skrifa.
veit ekki hvort ég hafi þetta ‘first thought, best thought’ eða vinni eitthvað úr þessu
er soldið ósáttur með að nota punch line, en ég bara fann ekkert annað! ábendingar um annað orð vel þegnar
takk]
“In Russia, notalgia is regarded as an illness. Or at least it used to be. In the good old days.”