Allt sem ég vil heyra eru þessi þrjú orð.


Er ekkert sem þú hefur að segja?
Ekki þessi þrjú orð?
Ég er fyrir þig búin að mig reygja og beygja,
ég er búin að fremja morð.

Ég er leidd hér inn í fangaklefann,
af heilum lögregluher,
í brjálæðisvímu kreppi ég hnefann
og einn af þeim mönnum ég ber.

Þeir leiða áfram, nú hraðar en áðan
sá hæsti hann er með skegg,
svo heyrist einn hvellur og úr hnakkanum blæðir
er hann skellir mér upp við vegg.

Er þetta nú sem ég þarf að þola,
fyrir að drep´ana fyrir þig?
Þú sagðir sjálfur að sú fjandans rola
væri alltaf að reyna við þig.

Nú eru þeir að fara að drepa mig,
og þú vilt ekki segja þau orð,
þú vilt ekki segja “ég elska þig”
þegar fyrir þig er ég búin að fremja morð.

Elsku ástin mín, ég sem var blómarósin þín.