Ég var svona rétt að velta því fyrir mér hvað ykkur finnst um eftirfarandi ljóð. Afi minn samdi það, hann var mikið í því að semja ljóð, mála málverk og var líka mjög duglegur að skrifa allskonar í blöðin. Þegar ég var lítil var þetta umtalaða ljóð uppáhaldsljóðið mitt en það var málað inná málverk sem mér fannst mjög flott.
Vorkoma
Hvar ertu
kæri
Þrösturinn minn?
Komdu
ef þú getur
Þú hefir vonandi
þraukað af
þennan
kalda vetur.
Já þá er það komið. Hvað finnst ykkur svo?