því ég er ánægður
einn með sjálfum mér
sé ekkert að því
(viðlag)
Hlátur dauðans er hrægammur
sem svífur yfir þér
en grátur lífsins er ormur
sem étur hjartað í mér
Svartur svanur við tjörnina
er sjaldséður
eins og brosið þitt
sem flaug með hvítum hröfnum
Hlátur dauðans er hrægammur
sem svífur yfir þér
en eins og hvalur
þá beinist spjótið að mér
Þú reyndir að slökkva
á eldinum sem brennur inní mér
en það er í lagi
því ég á nóg af eldivið
viðlag
————————————————