Hlutir sem ég þori ekki að segja

Ég elska þig svo mikið
Ég elska þig svo mikið
Ég er svo vonlaus, leið…
Ekki, ég meina, ekki fara en annars er mér alveg sama, bara whatever…
Hugsa um þig hugsa um þig allan daginn.
Ég vissi ekki að ég gæti hugsað þetta, hneykslast á sjálfri mér.
Langar að snerta þig, gera hluti við þig… þarf ég að tjá mig skýrar?
Bæli það allt svo langt niðri, vil ekki missa þig, vil ekki missa mig.
Tilfinningar geta eyðilagt allt ef maður hleypir þeim lausum, ég held dauðahaldi í skynsemina. En en en en en en en en en en en mig langar svo…
Langar svo mikið, tilfinningin yfirtekur líkama minn og huga minn og mig verkjar.
Það er svo erfitt að taka ákvarðanir sem geta breytt öllu, mín fyrstu viðbrögð eru ávallt að hafa allt óbreytt, fara einföldustu leiðina. En núna virðist engin leið vera einföld.
Ég þarf að velja á milli tveggja sársauka. Jafn slæmir, bara ólíkir.
Ást ást ást, á vitlausum stað, þetta getur ekki verið rétt. Ég veit ekki, hvað veit ég. Ekkert.
Föst í löstum mínum, þreytt á sjálfri mér.
Ást mín er takmörkuð.
Þetta er ekki hafsjór, frekar eins og 25m laug.
En samt er það yfirþyrmandi, yndislegt.
Augun þín, hláturinn þinn.
Óska þess að vera sú sem ég vil vera, betri.
Vil bara gera rétt svo ég finni hamingju og frið, og kannski meira.
Ekki yfirgefa mig, þú ert svo sérstakur. Við pössum saman, hvernig sem því verður háttað.
Þú ert mér allt.