Lítil ljóshærð hnáta
hnýtir reimarnar
á rauðu hettunni sinni
meðan glottandi úlfurinn
sleikir útum
sjúklegir órar
þessa grimma úlfs
hafa fært hann frá mönnum
lengst inn í skóg
þar sem hvatir hans
urðu að þráhyggju
og þráhyggja hans
að þörf
lengi hefur hann
beðið í bæli sínu
hungraður
eftir því að ungviðurinn
skildi villast inn í
hans dimma heim
og svo eftir langan vetur
hefur saklaus mærin
fangað hið óhugnalega
augnaráð skepnunnar
þó óargadýrið reyni í fyrstu
að berjast gegn eðli sínu
dregst það stöðugt nær
óspjölluðum sakleysingjanum
og fyrr en varir
hefur aðdráttarafl
þessa fíngerðu fóta
og þessa smáu handa
gert honum kleift
að klófesta bráð sína
og nú meðan vargurinn
hamast á henni
og rífur hana í sig
nýtur hann þess mest
að horfa
á glaðvær augu hennar
tæmast.