Enn og aftur kem ég hér með ljóð eftir mig og endielga segið hvað ykkur finnst um það. Þó það sé neikvætt þá er það bara fínt því þá get ég séð hvað ég get lagað svo ljóðið verði kannski flottara :)

Komið til Himnaríkis.

Þú gengur skýjatröpurnar.
Þú stígur fyrsta skrefið óstyrkur
En heldur ótrauður áfram næstu skref.
Eitt skref í einu, þú silast áfram.
Eins og endalausar tröppur,
Sem hægt er að detta í gegn ef illa fer.
Blót er alveg bannað,
Annars fellur þú um sinn.
Þegar tröppunum fer að fækka,
Breytist útlitið.
Ljós bjarmi, eins og komið væri að sólinni.
Varmi um mann fer,
Finst mann svífa um háloftin.
Allt er svo hljótt, grafarþögn.
Nema í fjarska er englasöngur.
Aldrei hafði ég heyrt jafn skæran og fallegan söng.
Tónar heyrðust sem engin hafði getað sungið.
Ekki einu sinni besta söngkona landsins,
Gat sungið þá tóna er léku um eyru mín.
Þetta var engu lykt.
Svo er komið að stóru hliði.
Gilt og mikið.
Lítill kall situr sofandi fyrir framan.
Með stóran lykil í fanginu.
Lykla-Pétur situr þar,
Hann opnar augun og glottir.
Ég er viðbúin því versta en hann hleypir mér inn um hliðið.
Mér hafi aldrei liðið jafn vel.
Ótal emglar toku á mti mér.
Þeir flissuðu og klæddu mg í kirtil.
Ég fekk að syngja með þeim.
Ég söng vel, eins og ég hafði heyrt hina englana syngja.
Það er ekki vont að deyja, ekki ef maður fer til Himnaríkis.
Það er Paradísin sem alla dreymir um.
Nú sit eg á einu skýji og horfi á þig.
Ég mun ætíð fylgjast með þér g hugsa um þig.
Ég er einskonar verndarengill þinn og mun gæta þin að eilífu.
Alavega þangað til að þú kemur til mín.
Þá mun ég klæða þig í kirtil og leyfa þér að syngja,
með mér og hinum englunum.
Það verða góðir tímar, við tvö, saman um aldur og ævi.

Takk fyrir
Aqulera