En á ný get ég ekki sofnað
svo ég geng út á tún
og læt berar iljarnar kitla grasið.

Allt í einu horfi ég til himins
og átta mig á því
að sólin sé horfin bakvið fjöllin
oog eftir sitji fjólubláskýin
sem hafa ekki aðeins
eignað sér fjalllengjuna
heldur einnig hug minn allan

kaldur norðan vindurinn
sendir mér skilaboð um að koma mér inn
um leið og hann strýkur andlit mitt
nakta leggi og bert bak

en hinn litskrúði himinn hefur náð tökum á mér

og ég fylgi aukinni litadýrð
eins og álfkonu yfir næstu hæð
og þá næstu
og þá næstu
þar til ég stend á bökkum Hvítár
og kemst ekki lengra

himinninn er nú næstum heiðblár
og kuldinn hefur náð tökum á mér

——

eftir langa og kalda göngu heim
ligg ég skjálfandi undir sæng
og hugsa um það hvernig fegurðin náði tökum á mér
en skildi aleinan eftir
nakinn og kaldan