Ágætt ljóð, sér í lagi myndin: ilmur sem blæður út í nótt, mjög flott og skemmtilegt.
Hins vegar hef ég tvær athugasemdir:
1. Hvers vegna notarðu lh.nt í titli ljóðsins? Mér finnst það til að byrja með fráhrindandi að sjá svo enskulega orðanotkun og auk þess notarðu ekki þessa mynd sagnarinnar í ljóðinu, heldur einfaldari og mun fallegri. Hvers vegna kallaðirðu ekki ljóðið: Á meðan rósirnar deyja? Mun fallegra og í stíl við það sem á eftir kemur.
2. setningin: Laumaðu kossi í hálsakot, er úr stíl ljóðsins, sér í lagi þar sem þetta vísar til foreldris og barns. Börn kúra í hálsakoti en elskendur lauma ekki kossum þangað. Þetta finnst mér vera í hrópandi andstæðu við annars ágæt málfar og hæglátan stíl ljóðsins.
Verði þér að góðu og takk fyrir mig!