og á að hugsa um hafið
endaleysu þess
og það sem er handan
en ég þarf þess eigi
því ég hef séð það allt
á sjónvarpsskjánum
Ég er íslendingur
og á að hugsa um sjóinn
hafið bláa hafið
sem er grænt þökk sé mönnunum
olíuborið og fastir fuglar
ég heyrði talað um það
í útvarpsþætti
Ég er íslendingur
og á að hugsa um marinn
og bræluna, öldurnar
sem gleypa salta sjóara
reistir eru þeim minnismerki
ég las það allt
á dagblaðsgrein
En ég er íslendingur
og hugsa um himininn
ferðast um hann í flugvél
og flýg frá okkar sjóbörnu eyju
fer þangað sem hugsað er um landið
ég sá það allt
í auglýsingu
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey