í dag gengum við saman götu
blágráa sólblikandi
verslunargötu
litum við í búð, konan
þekkir okkur orðið, sagði hæ, hvað
það er gaman að sjá ykkur aftur
seldi þér sæta blússu
í leiðinni
þér fannst það gaman
fengum okkur freiðandi öl
úr krús á krá niðrá torgi
létum freistast af fleskesteg
hálfdanskri, lítinn snafs með
trítluðum aftur heim
heilsuðum ókunnugum og
hlógum heilmikið
þetta var góður dagu