Úbbs… Húmorinn lifi…
Horngrýtis vitleysa er þetta alltaf í mér, það er eins og ég ætli aldrei að læra að vera ekki of bráður…
Bráður get ég verð mjög
Og aldrei ætla ég að læra
Að það má ekki gera kvæðis drög
Og láta á sér bæra
Það er alger óþarfi að vera að taka sig of alvarlega hérna það er það sem ég er að meina… Og það má alveg hunsa mig eins og allt annað sem manni þóknast ekki… Ég er allt svo ekki að líta stórt á mig bara vegna þess að ég hafi einhvern tíma náð að setja saman sæmilegt kvæði, það eitt gerir mig ekki að skáldi… Það besta við netið er að maður, allt svo áður en að horngrýtis snobb kvendin tóku við hérna, gat varpað inn hugmynd og þróað hana. En kannské að það sé eins gott að enginn fái að uppgvöta hvort að hann hafi hæfileika eða ekki og þá bara að banna alla tilrauna starfsemi allmennt. Og birta bara þá það sem er eftir ákveðinni forskrift. Ég man fyrir um, hvað, 3árum 2001 þegar ég var að birja hérna að það var allmennt tekið vel í það sem ég skrifaði en svo snarlega breyttist það eftir því sem ég varð, já betri og nýir stjórnendur tóku við. Og ég veit alla veganna um eina manneskju sem ég hafði töluvert samband við hefur hreinlega hætt að senda inn eftir sig og hún sagði mér persónulega, í gegnum skilaboð að vísu, að það hefði verið vegna ofríkis vissra stjórnenda… Og hún var frekar góð. Það er sannað að það hæfir ekki öllum að öðlast völd þó svo lítil sem þau völd eru að fá að samþiggja ljóð eftir viðvaninga eru… En það sannar sig hér að séu óvitum gefinn völd yfir hverju sem er misnota þeir þau.
Ætla ég nú að kveða vel
betur en oft áður
stiginn ég ekki tel
ég er ekki það óður
Kveð ég nú stjórnendur
og geng veg allra vega
en virði mína fjendur
og kveð þá með trega
Hvað get ég meira gert svona spontant?
En víst er að ég snúi aftur
líkt og hann kristur
sem betur fer ekki sem filliraftur
og ekki veruleika firrtur
Veröldinn er skert öllu viti
og er sem barn
sumir segja hana helvíti
en ég er ekki svo bölsínis gjarn
sólufegri hefur sitt vald
sem ég mun ekki styggja
gott væri að hlaupa undir það pilsfald
og birtingu sinna kvæða tryggja
hildur vann sín verðlaun
og fór upp yfir sig
gaf ég hennar kvæðum gaum
og hvet þig til að lesa yfir þig
þórbergur sagði að útskíra ætti kvæðin
svo ekki færi á milli mála um hvað sé skrifað
þá batna um mun ljóða gæðinn
en í veröld vor er vand lifað
þetta er nú komið gott
og nóg af raupi hefi ég fengið
ég set upp mitt fræga glott
vegna þess að lengra getur þetta ekki gengið
nema þetta hér sem á eftir er ritað
afstæði er ekki til
það ætti að vera öllum vitað
það er bara orð yfir það sem er ekki til