Þú ert góð, það er engin spurning. En þú ættir að pússa hjá þér notkun greinarmerkja og stórra stafa, það er fullkomlega mis hjá þér í þessu ljóði, yfirleitt stór stafur á eftir punkti og lítill á eftir kommu. Svo vona ég -en það er kannski smekksatriði- að ef þú setur þetta upp annarsstaðar að þú notir bil í staðinn fyrir alla punktana, svona punktar geta örugglega verið skemmtilegir, en að mínu mati á bara að nota þá þegar punktarnir sjálfir eiga að tákna eitthvað sérstakt, ekki þegar bil gæti þjónað sama tilgangi. Kannski ætlaðirðu ekki að hafa punkta, ég veit að hugi bíður ekki upp á bil í upphafi lína.