Á morgun, 19. júní, er kvennadagurinn. Hann er bleikur og fagur og af því tilefni verðum við með uppákomu. Við ætlum að dreifa ljóðum á bleikum pappír í bænum og klukkan 16 verður fjör á Café Rosenberg. 6 kvenskáld lesa ljóð og hljómsveitin Glymskrattarnir sér um tónlistarflutning.

Skáldin sem ætla að lesa upp ljóð eru:

Eva Hauksdóttir (Solufegri)
Urður Snædal (Fimma)
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir (Hildur)
Myrra Rós Þrastardóttir (Lory)
Þorgerður Mattía Kristiansen (Hugskot)
Kristín Svava Tómasdóttir

Hljómsveitin Glymskrattarnir spilaði á 17. júní og er einnig hluti af skapandi sumarstarfshópum Hins Hússins.