Mig langar til að senda inn ljóð sem mér finnst svo fallegt eftir óþekkt skáld unga stúlku.
ÞAR SEM AÐ VAXA
RAUÐAR RÓSIR
Ef enginn vegur lægi til þín
yfir urð og grjót að fara
myndi ég slíta mér út
- og leggja veg
velta þungum steinum
slétta yfir sprungur
jafnvel skipta um jarðveg
með berum höndum mínum
til þess - að komast til þín
en ef ég loks
kemst á leiðarenda
og þar - er aðeins
- svipur þinn
leggst ég örmagna niður
gref fingurna
ofan í dökka moldina
og sameinast þér
í frjórri jörð
- þar sem að vaxa rauðar rósir.