Nei, ég er hræddur um að þú sért sá sem ert á villigötum.
Þú segir í ljóðinu:
gæti einhver tekið ÞESSA “sögn”
og beygt hana fyrir mig?
Þá ertu að vísa til þess að sannleikurinn sé sögn, sem orðið er ekki. Þú ert að færa inn í málsháttinn tvíræðni sem gengur ekki upp, af því að sögnin sannleika er ekki til og gengur ekki upp. Ég leyfi mér að fullyrða að þú sért ekki svo heimskur að halda því fram að aðeins ein sögn sé til, þar af leiðir sértu að vísa í SÖGNINA. Þetta gengur einfaldlega ekki upp, þú þarft að útfæra þetta á mun betri hátt eigi þetta að ná því marki. Auk þess mætti benda þér á ef að sannleikur væri sögn, þá væri setningin:
Sannleika er sagna best. Ef við viljum halda kk endingunni á orðinu góð:
Sannleikur er sagna bestur.
En þar sem þetta er no. og með greini þá getur þetta á engan hátt verið sögn, en þar sem mjög óeðlilegt er að láta sagnir standa á þennan hátt innan setninga (vegna auðsýnilegs ruglings við nafnorð) myndi ég telja þessa setningu mjög tæpa. Þar með er 2. erindi, þar sem hinn tilætlaði orðaleikur kemur fram misheppnað og þarfnast verulegrar lagfæringar.
Ég mæli með að þú vinnir frekar með hinn orðaleikinn, þ.e. að beygja orð og hluti. Þar er tvíræðni og mun áhugaverðari pæling, pæling sem gengur upp. Þetta með sannleikann og sagnir….það verður erfitt að láta það ganga upp.
Þakka þér annars fyrir útskýringuna.
Nei, veistu. Ef þetta væri sögn þá væri setningin alltaf:
Sannleika er sagna best.
Lýsingarorðið sem kemur á eftir tengir sig við meginno. setningarinnar, þe. stendur í sama no.lið. Hér er nafnorðsliðurinn sögn (kvk., ft., ef) + góð (est., kvk., ft., ef.). En þar sem lo. límir sig við sannleikann þá færð það sömu einkenni (est., kk., et., nf.). Þess vegna gengur þetta ekki upp hjá þér. Þú ert að klikka á setningafræðinni.
0
Hmmm… málshátturinn sem slíkur er: “Sannleikurinn er sagna bestur.” Ég gæti ekki breytt málshættinum einungis til að láta hann falla betur að ljóðinu - slíkt myndi ekki koma vel út og það myndi eyðileggja upphafssetninguna; “Einhver snillingurinn sagði eitt sinn.”
Sko… látum þetta allt saman liggja á milli hluta - ljóðið er svona og því verður bara alls ekki breytt. Sum ljóð meika ekki sens, setningarfræðilega, en skila góðum boðskap.
Ef þú gætir komið með betri eða réttari útgáfu af ljóðinu með nákvæmlega sömu innihaldi er þér auðvitað frjálst að gera það hér.
kv. Danni
P.S. Vil ekki vekja upp rifrildi aftur en engu að síður finnst mér þetta óþarfa smámunasemi. Ljóð þurfa ekki alltaf að vera tipp topp hvað málfræði varðar.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.
0