Sæll Haukurhilmars!
Þú segir að þér finnist fallegra að ástin sé hljóðlaus þegar hún fellur.
Með því að segja þetta virðist þú halda að ástin ‘geti’ gefið frá sér hljóð. En það getur hún einmitt ekki eins og ég var að segja og þess vegna á að standa hljóðlaust.
Ef ástin gæti gefið frá sér hljóð væri hún annað hvort,lifandi eða áþreifanleg t.d. manneskja, dýr eða vél eða þá einshvers konar náttúrufyribrigði sem kemur af stað hljóði t.d. þrumur sem stafa af eldingum sem bæði eru sjáanlegar og áþreifanlegar (rafmagn) eða brimhljóð og fl.
Ástin er hvorki lifandi né nokkurs konar náttúrufyrirbrigði. Hún er hugtak eða orð yfir ástand og hugtök geta ekki gefið frá sér hljóð.
Hugtök eins og ástin geta ekki heldur gefist upp né veinað á hjálp. Aftur á móti getur sá sem haldinn er ást eða ástfanginn eins og algengara er að sagt sé gefist upp eða veinað á hjálp.
Þess vegna er það undarlegt þegar þú segir að þér finnist mikið fallegra að ástin sé hljóðlaus þegar hún fellur.
Hvað varðar spurningu þína,
‘ætti það þá ekki kannski líka að vera ósýnilega’? Þá er svarið nei. Að vera sýnilegur, sýnileg eða ósýnileg er l.o. myndað af l.o. (sýnn) líka sjáanlegur, augljós og fl.Ástin er ósýnileg þegar hún fellur l.o. ‘ósýnileg’ stendur með n.o. ást og fylgir fallbeygingu þess.
Hér fellur ósýnileg ást
um ósýnilega ást
frá ósýnilegri ást
til ósýnilegrar ástar.
En svo er sumt sem er ósýnilegt og sumir gera aðra ósýnilega.
Það er gaman að geta þess að í fornu máli þýddi það að vera ósýnilegur að vera ljótur.
kv.cocobana.