Í aðstæðum sem ég vildi ekki vera í
Á stað sem ég vildi ekki vera á
Vaknaði við hrópin í sjálfum mér
Við hlið mér lá stúlkan mín nakin
Ég hjúfraði mig saman
“Haltu utan um mig”
Hún heyrði bón mína
Vafði mig kærleika og hlýju
Ég skolaði áhyggjunum burt með söltum og heitum tárum
“spurningin er ekki hvad maður getur… heldur hvað maður gerir!” (Purrkur pillnikk, Einar Örn)