Sæll elDoro! Þetta er gott ljóð hjá þér en þó finnst mér vera nokkrir hnökrar á því. Mér finnst ekki koma nógu skýrt fram hvers konar steingerfingur er undir þessu andliti. Það er ekkert í ljóðinu sem bendir eindregið til þess að undir hrjóstrugu landslagi andlitsins sé steingerfingur þess sjálfs. Það má allt eins skilja það svo að þar sé að finna steingerfing af einhverju allt öðru. Ég er sammála ofanrituðum um að ‘þornaðan’ sé ofaukið en svo er einnig um ‘þíns’ í annari línu, ‘og’ í sjöundu línu og betur færi að orðið ‘lífið’ í áttundu línu væri ‘líf’. Fyrirgefðu en væri ljóðið ekki skýrara svona?
Undir hrjóstrugu landslagi
- andlitsins
meðal fallinna dropasteina
finn ég steingerfing þinn
leifar horfins tíma
merki um líf
- sem var.
Virðingarfyllst.
cocobana.