Ég ríð berbakt
á glófextri meri
og langt ljóst hárið
líður undan hjálminnum
og flokktir út í vindinn
Ég munda sverð mitt fram
þegar ég hleypi niður brekkuna
fyrir ofan bæinn þinn
Þú vaknar við háværan hófadyn
og hleypur út
Með gullrekið spjót,
silkiskykkju
og of skjöld
felur þú þig á bakvið húskarla þína
og egnir þá fram gegn mér
Ég hegg með annari en legg með hinni
þar til þrælar þínir
ýmist liggja í vallnum
eða flýja örmagna
undan framgöngu minni
Þú heggur til þeirra sem þú nærð
og miskunalaust refsar þú þeim
sem flýja ofjarl sinn
Litaður blóði manna þinna
geng ég rösklega til þín
Ég hlusta á þig um stund
biðja árangurlaust um miskun guðanna
en hegg þig svo á herðar niður
Ég brenni bæ þinn
og svívirði konu þína
og dætur
en tek svo stoltur stefnuna
að býli föður míns
eftir að hafa framfylgt réttlætinu
enn á ný