Í fullkomnu róbóta-stýrðu fjósi
sat fjörkálfurinn
og baðaði sig í heimsku sinni
meðan hann skemmti kúnum

og kýrnar hlóu svo mikið af honum
að gleymdu að láta mjólka sig.

Og bóndinn byrjaði að hata kálfinn
og var ofan á það orðinn svangur
svo hann ákvað að slátra honum

hann batt því kálfinn við staur
meðan hann brýndi hnífinn

en í fjötrum sínum vitkaðist kálfurinn
og þráði frelsi
svo hann sleit sig lausan
og hljóp út á tún

en úti á túni
meðan hann valdi sér flóttaleið
áttaði hann sig á því
að frelsi væri ofmetið
svo hann gekk aftur inn í fjósið

og lét stlátra sér

og gagnaðist loksins bóndanum