Þannig að þú myndir segja: Sólin skín mót mér???
Nýyrðasmíðin er ágæt, en mér finnst hin notkunin ekki til fyrirmyndar og hreint út sagt ljót, þó að erfitt sé að benda nákvæmlega á hvar málfræðilega villan liggi.
Skv. Íslenskri orðabók eru eftirfarandi orðasambönd virk:
Skína í e-ð, t.d. sólin skín í heiði
Skína á e-ð, t.d. það skein á hafflötinn
Skína af e-u, t.d. það skín af degi
Ég held að þetta sé fremur einfaldlega hugsanavilla. Ef skoðuð eru ofangreind dæmi auk þeirra málshátta og fastra orðasambanda sem notuð eru reglulega og innihalda þessa sögn kemur í ljós að nær öll notkun sagnarinnar er á einn veg, þ.e.a.s. hún lýsir hreyfingu (dýnamík), sólin skín Á húsið, það skín Í tennurnar, það skín AF deginum. Ef við reynum að sjá þetta fyrir okkur þá kemur í ljós að það sem skín beinist að einhverju og lýsir þar með hreyfingu. Einnig er hægt að nota sögnina og vísa til tíma (temporal), hann er skínandi. Hins vegar verð ég ekki var við mörg dæmi um að sögnin sé notuð til að lýsa staðarákvörðun (local) eins og í þessu ljóði. Ástarjátningin skín MóT þér. Birta skín af skjám, vasaljós lýsa á eitthvað osfrv., þar af leiðir væri eðlilegra mál að tala um að ástarjátningin skíni að þér, því sögnin, þegar hún er notuð í samhengi við forsetningar, kallar á dýnamík en ekki local.
Þess vegna var það ekki óvitlaust ábending sem kom hér að ofan. Þetta er ekki gott mál, þó svo að þetta sé ekki hreinlega rangt.