Ég er ein
Andvari dauðans smýgur gegnum hverja glufu.
Kemur af stað keðjuverkun og býr til svarthol.
Þungi minninganna, þungi hugsananna, hálsinn svignar af þunganum.
Dofinn sem hertekur allt, drepur fiðrildin í maganum og svæfir fingurgómana.
Það er svo sárt að sjá kátínu vella upp þegar eitthvað er að.
Það er svo sárt að sjá gremju brjótast fram þegar eitthvað er gott.
En það er svo yndislegt að heyra: “Ég elska þig, ég vona að þú verðir hamingjusöm.”
Þegar ég er nýbúinn að merja blæðandi hjarta með frostbitnum sannleikanum.
Fyrir mér er ég hafið, ég er moldin, er ég moldin? Hvað býr í mér?
Ég finn svo mikið til en ég er engu nær hver ég er.
Hvernig fannst ykkur þetta?