Modernískt Kvatleysi Bjart er um morguninn
Geislar sólarinnar brenna á mér andlitið
Svíður í augun er ég opna þau
Allt svo bjart
Allt of bjart

Rís úr rekkju
Seilast í átt að rökkrinu
Fá smá hvíld frá hitanum

Halla mér að veggnum
Og sest á gólfið
Ég þarf að hvíla mig
Eftir erfiðann svefninn
Þótt lítill hafi verið

Ég hvíli mig vakandi
Og þreyti mig sofandi
Öfug hringrás dagsins
Orsökuð af tilbreytingarleysi atvinnuleysingjans

Sjónvarpið hjálpar mér að hvílast
Ég sest í sófann í stofunni
Og legg augun á skjáinn
Sýgst inn í kassann
Og hvíli mig
Það róar mig

Mig fer að verkja í magann
Hann kallar á mat
Þarf því að rífa mig frá imbanum
Rífa mig úr sófanum
Rjúfa hvíldina
Fara út að borða

Ég rölti í skugganum af skýjunum
Þeim fáu sem eru á himni

Ég sé ekki krakkana sem eru í götunni
Sé ekki köttinn elta fuglinn yfir götuna
Verða undir bíl
Og ekki sé ég tréð sem fuglinn flaug í
Það trúlega teygir sig langt upp til himins
En hvað veit ég um það
Ekkert
Því ég horfi ekkert lengra
En út fyrir tánna


Dagurinn líður hægt
Því ég hef ekkert að gera
Langar ekkert að gera
Ekkert hægt að gera
Kominn í hring
Sem ekki er hægt að gera út af við

Þegar ég er orðinn loksins hress
Þá er dagurinn á enda
Það er orðið skýjað
Og það er byrjað að rigna
Er þá ekki bara eina sem hægt er að gera
Að slökkva á sjónvarpinu
Að slökkva á sjálfum sér
Fara í rúmið
Og búa sig undir þreytandi svefn
Og daginn á morgun
Sem verður alveg eins og þessi va
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey