Lagahlaup úr þingsölum.
Á hverju vori hrynja stýflur laga
hrikalegir draga-jakar fljóta með.
Hamfarahlaupin landann plaga
her-legir þingmenn með ólundar geð.
Í hvern er hægt að kvarta og klaga
kynni sá æðsti vera Davíðs peð.
Hroði og illa hönnuð eru lagadrög
en heppileg þingmál í einræðisríki.
Bölvað er að brúka mistúlkuð lög
bendum á dóma með valda sýki.
Drögin óskýru eru dómaranns fög
Dómur er enginn að öllum líki.
Tvíræður texti gefur mest í vasa
töluverður hópur nemur þar fræði.
Þetta er þjóðin sem er alltaf að brasa
þannig má spyrja hve mikið ég græði.
Margur vill vita hve oft ég hrasa
þannig er málið og mest öðrum þræði.
Lýðræðisflokknum langar að banna
léttvægar reglur og önur smá lög.
Hefta skal hugsun og tjáningu sanna
hagsmunum stjórna margskonar fög.
Hleraðir símar hugjóna manna
hugnist þeim leggja að drápum drög.
Ef varist þið ráðsmenn með ráðasýki
og ráðríki þeirra er ógna þjóð.
Þá eru lýðræðis umræður í skötulíki
um ljótleika stríðs og þannig viðbjóð.
Í brjálsemi Staðfastir sverja stóru ríki
að stefna til okkar hatri og friðar hnjóð.
Við fyrirgefum forystusauðum
fáir þeirra hugsa djúpt.
Þeir ráða ríkjum hjá heiladauðum
hafi þeir eitthvað í heilanum gljúpt.
Á öryrkjum níðast og öðrum snauðum
yfirborð stjórnar þykir oss hrjúft.
Nísir.