Ég er fallin fyrir honum
get ekkert við því gert
Þori ekki að opna mig
Hvað myndi hann segja?

Hann er sólskin, algjört yndi
með glampandi augu,
geislandi bros, lítið hjarta
Hann er sá sem ég vil

Ég gleðst er hann horfir á mig
vil komast nálægt honum
Veit ei hvað hann hugsar
Ég vildi að ég gæti það

Ég vil vita hvað hann meinti
með kossinum góða
Ég vona að það sé eitthvað
en ég efast um það

Ég er fallin fyrir honum
Ég er bara þannig
Það er auðvelt að heilla mig
sem er oft stór galli
Ég finn til, þess vegna er ég