engann annan ilm að finna.
Þar sem áður blómstraði allt, er orðið að fölnuðum laufblöðum,
sem smátt og smátt fara að sameinast jarðveginum.
Það eina sem ég get, er að láta hugann reika,
á meðan ég lifi.
Geng af stað úr skuggalegum dal og tel fótsporin,
sem ég skil eftir mig,
öll uppfull af hatri og sorg.
Vegalengdin er svo mikil,
ég hef varla orku í þessa göngu.
Það sem heldur mér gangandi ert þú,
sem bíður mín með opna armana
og veitir mér inngöngu
í paradís.
Eins manns rusl er annars manns fjársjóður…