Ég hef aldrei sent inn ljóð á þennan blessaða huga okkar.
En ég ætla að láta flakka hérna nokkur ljóð sem ég hef samið í gegnum tíðina.

Þetta eru flipp-ljóð, rímur og lagatextar.

________________________________________ ___________

Ég hef réttindi til að elska, Réttindi til að þrá
Það fullkomna frelsi, sem allir vilja fá.
__________________________________________________ _

Ég var í spænskuprófi í skólanum og skrifaði þetta ljóð aftan á það. Kennarinn hækkaði einkunina mína um 0,5 útaf ljóðinu ;)

Me hablo Espané…
Úff ég féll á kné,
þegar spænsku próf leit á.
Og þá súrú einkunn sá.
__________________________________________________ _

Þristur, fjarki, ás er 1.
Tía, tólfa, tvistur.
4 er fjöldi stafa í einn.
Ásinn hann er fyrstur.

Tugir hafa tvo í sér.
Allt frá 0 til 9.
Stafa fjöldi í ljóði hér
er hundraðfjörtíu og níu
__________________________________________________ _

Rennur blóð, í okkar æðum.
Saga vorar þjóðar.
Því það, við höfðum forðum,
voru setningar í bundnum orðum.
_______________________________________________ ____

Styrjaldir, nú heimin hrjá.
Þær ala af sér ótta,
sorgir, eymd og reiði,
sem almenningsinns greiði.

Berjumst, sláums, bítum frá.
Í blindni okkar ótta.
Flestir sælan, friðinn sjá.
Í veruleika flótta.
______________________________________________ _____

Síðan ætla ég að enda hérna með íslenskum texta við lagið “White sade of pale”, sem ég er að reyna að semja.

Langar til að gera svona fallegan jarðarfara-texta við þetta lag.
Enski textinn er ekki alveg við hæfi.


Drottins himna höll (A Whiter Shade Of Pale)

Ég heyrði bænir þínar,
Er þú kallaðir á mig.
Ég er í faðmi vina minna.
Í drottins himna höll ég dvel.
Ég kveð þig kæri vinur.
Ég hef hafið mín för,
ferð til betri heima.
Þar sem sálufrið ég finn.
Ég mun ávalt lýsa yfir þér.
Í gleði sem og sorg.
Þó ég sé þig sjónum horfin.
Hef ég aldrei þér verið nær.
_________________________________________________ __

Endilega commentið á þessi ljóð :)