P.
Ligg í sófanum, hlusta á Elvis & klóra mér í kollinum yfir 1.stigs diffurjöfnum. Í huganum er óreiða & hugsanir brjótast fram, hver á eftir annarri. En svo, eins & óvæntur andvari í lognumolli, kemur þú í huga minn. Gömul minning um þig. Bæði tilfinningarnar sem ég bjó yfir þá ásamt andlitsdrættum þínum eru slitróttar leifar sem ég reyni að púsla saman í von um að ég megi finna unaðslega ólguna í hjarta mínu. Og… sjá! Guði sé lof, það tókst. Það er alveg eins & þú sért í herberginu. Það er eins & ég sé komin úr líkamanum, ég er á kaffihúsi í London & horfi út um gluggan. Þar ert þú, ef aðeins við hefðum getað hist við svona aðstæður. Þú horfir yfir götuna, beint í augun á mér gegnum gluggan. Augun þín mega eiga mig. Þú gengur þungum öruggum skrefum yfir götuna, til mín. En hvað gerist þegar þú staðnæmist fyrir framan mig? Engra orða er þörf, ástin er það mikil. Orð myndu gera þetta hversdagslegt. Ég veit nákvæmlega hver þú ert, þín innsta vera & hvað þú ert að hugsa. En hvað gerist þá? Hverskonar orð eða snerting myndi ekki gera þetta hversdagslegt? Ég vakna aftur til meðvitundar við þetta hugmyndaleysi & heyri í Elvis. Langar til að lækka til að geta hugsað skýrar en nenni ekki að teygja mig í fjarstýringuna. Þú ert ennþá í herberginu. En yfirþyrmandi, yndislega yfirþyrmandi. í smástund langar mig að þú sért hérna, en snýst strax hugur. Svona á þetta að vera. Ég um, ég… elska þig & mun aldrei elska annan jafn mikið. & við munum hittast aftur, í huga mínum.